Samfélagsmiðlar og starfið

Ég er náms- og starfsráðgjafi og hef gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist menntun og störfum. Mér finnst fátt skemmtilegra en að lesa greinar eða skoða myndir sem tengjast náms- og starfsráðgjöf.

Ég nota samfélagsmiðla töluvert til að fá hugmyndir og til að vera í samskiptum vegna þróunar og nýjunga á sviði náms- og starfsráðgjafar en líka til að fá innblástur. Alls konar innblástur. Continue reading

Hressandi hljóðvörp

Ég get ekki neitað því að ég er háð tækni og tækjum. Alveg frá því að ég var barn og unglingur þá hefur tækniheimurinn heillað mig. Á tímabili gerði ég fátt annað en að leika mér í besta leik í heimi, Tetriz og átti þar dásamlegar stundir ein. Seinna fór mér að líka vel möguleikar tækninnar til að halda sambandi við fólk. Ég var fljót að fá mér netfang og skrifaði löng bréf gegnum tölvupóst, fyrst hotmail, síðar gmail.
Þegar ég var í menntaskóla keypti ég mér mindjet manager forrit til að útbúa hugarkort og nýtti mér það einnig í háskóla. Eftir á að hyggja sé ég ákveðið mynstur í netnotkun minni og það sem grípur mig einna helst eru möguleikar tækninnar til að tengjast, deila og læra alls konar.

Mig langar að deila með ykkur því sem hefur náð mér síðustu daga.

Hljóðvörp – podcasts
Mér finnst fátt skemmtilegra en að finna hressandi hljóðvörp. Ég dett inn og út úr þessum heimi en oft leiðir eitt af öðru og maður fer í hljóðvarpsgír. Í síðustu viku átti ég svoleiðis tíma og deili hér að neðam með ykkur því sem náði mér.

Nútíminn.is er með úrval að hljóðvarpsþáttum og þar hlusta ég til dæmis á Englaryk og svala poppkúltúra/slúðurþörf minni. http://nutiminn.is/alvarpid/englaryk/

Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á itunes og í þessari viku hlustaði ég á þátt um menntun: þátt 17 um learning in the internet era – viðtal við Will Richardson (Ingvi Hrannar benti á þáttinn á Twitter):
https://itunes.apple.com/us/podcast/real-education-podcast/id976183057

Einnig hlustaði ég á viðtal við Opruh Winfrey frá árinu 1991 í þáttaröð sem kallast What it takes. Ég ætla að fylgjast með þessum þræði áfram en þarna er að finna áhugaverð viðtöl við alls konar fólk um árangur:
https://itunes.apple.com/ca/podcast/what-it-takes/id1025864075?mt=2

Af því að ég datt inn í itunes þá átti ég erfitt með að hætta og fann stutta þætti um uppeldi. Ég hef alltaf verið veik fyrir upptalningum og í þáttunum Mighty mommy deilir átta barna móðir gagnlegum ráðum í stuttum þáttum (6 ráð til að fá barnið til að borða hollari mat til dæmis). Ég hlustaði á þátt 323 um hvernig á að eiga við pirrað barn. Besta ráðið þar, sem ég hafði ekki hugsað út í, í þessu samhengi beint, er að setja barnið í bað. Þið vitið þegar allt er komið í óefni (jebbs gerist á bestu bæjum) þá er snilld að setja börnin í bað eða skella sér í sund. Allir hressari á eftir.
Mighty mommy

Rútína og regla

Haustið er að bresta á og myrkrið að læðast yfir okkur á kvöldin á ný. Við sem eigum börn teljum niður dagana í reglu og rútínu. Það er ýmislegt sem við getum gert til að einfalda okkur lífið þessa fyrstu daga og um að gera að reyna að koma börnunum og okkur sjálfum í rútínu á sem þægilegastan hátt.
Ég sjálf er í ruglinu og missi mig á Pinterest til að fá góðar hugmyndir um hvað hægt er að gera til að allt gangi sem best. Eiginmaðurinn bjó til stundatöflu um heimilisverk og skyldur og ég er alsæl með það. Við áttum fund með drengjunum (9 og 13 ára) og ákváðum í sameiningu hvaða verkefni væru sanngjörn og auðleysanleg.
Ég er ánægð með þetta start á vetrinum en svo er bara að sjá hvað gerist þegar skólarnir byrja.

Hér er tengill á Pinterest svæðið mitt þar sem ég hef meðal annars safnað ýmsu um uppeldi. Hver elskar ekki góð ráð um uppeldi? https://www.pinterest.com/gudrunbirnak/uppeldi-positive-parenting/

Spegillinn minn

Spegillinn er samansafn af allskonar sem tengist námi, störfum, uppeldi og öðru sem vekur áhuga minn. Hér munu birtast stuttir og lengri pistlar um ýmislegt sem tengist hversdagsleikanum og ég mun einnig benda á áhugaverða tengla, fréttir og það sem getur hvatt mig og aðra áfram í lífinu.
Ég hef áhuga á skólaþróun, uppeldi, námi og störfum, starfsþróun og vexti einstaklingsins. Ég hef  einnig áhuga á núvitund og jákvæðri sálfræði og er ein af þeim sem vil sjá byltingu í skólakerfinu. Og reyndar samfélaginu öllu. Spegillinn hjálpar við að rýna í það sem betur má fara en einnig til að sjá það frábæra sem fyrir er.