Snorri tjáir sig

Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins, seg­ist hafa fengið straum af skila­boðum þar sem hon­um er þakkað fyr­ir að ræða rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks op­in­skátt og af virðingu. Hann seg­ist munu losa sig við framíköll sín fyr­ir þrítugt, sem hann seg­ir baga­leg­an ósið.

Þetta seg­ir Snorri í færslu á Face­book.

Snorri hef­ur víða verið gagn­rýnd­ur í kjöl­far viðtals í Kast­ljósi þar sem hann átti í rök­ræðum við Þor­björgu Þor­valds­dótt­ur, verk­efna­stjóra hjá Sam­tök­um 78, um bak­slag í rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks.

„Mér eru gerð upp viðhorf og um­mæli“

„Eft­ir um­talað sjón­varps­viðtal á mánu­dag­inn eru að baki lík­lega und­ar­leg­ustu nokkr­ir dag­ar á mín­um stutta stjórn­mála­ferli. Van­stillt viðbrögð á net­inu hafa sann­ar­lega tekið út yfir all­an þjófa­bálk.

Efn­is­lega vek­ur helst at­hygli mína þar að jafn­an er lagt út af ein­hverju sem ég hef aldrei sagt. Mér eru gerð upp viðhorf og um­mæli. Sú staðreynd hef­ur þó ekki dregið úr stór­yrðunum, sem sum­um er beint að per­sónu minni og jafn­vel fjöl­skyldu,“ seg­ir í færslu Snorra.

„Þetta er þó aðeins það sem maður sér á yf­ir­borði sam­fé­lags­miðlanna. Á sama tíma fæ ég ekki svarað öll­um þeim straumi skila­boða sem mér ber­ast með þökk­um fyr­ir að ræða þessi mál op­in­skátt og af virðingu.

Því fylg­ir oft­ar en ekki lína um að send­and­inn þori sjálf­ur ekki að lýsa sinni skoðun op­in­ber­lega, né lýsa yfir stuðningi við mín sjón­ar­mið.“

Tjá­ir sig ekki um eft­ir­litið

Hann seg­ir viðbrögðin gera ekki annað en að staðfesta áhyggj­ur sín­ar sem komu fram í Kast­ljósþætt­in­um af „afar víðsjár­verðri þögg­un“ sem hafi grafið um sig í sam­fé­lag­inu.

„Einn hluta gagn­rýn­inn­ar tek ég til mín og hún snýr að framíköll­um mín­um. Mér hef­ur áður verið bent á að láta kappið ekki bera feg­urðina of­urliði. Þetta er baga­leg­ur ósiður í sjón­varps­sal, einn af þeim sem ég lofa hér með form­lega að losa mig al­farið við fyr­ir þrítugt.“

Snorri tjá­ir sig ekki í færsl­unni um þær fregn­ir að lög­regl­an hafi verið með sér­stakt eft­ir­lit við heim­ili hans í nótt vegna hót­ana sem hon­um áttu að hafa borist vegna sjón­varps­viðtals­ins.

Birtist fyrst á mbl.is

Ritstjóri

I am the admin...

View all posts by Ritstjóri →