Það hlýtur að vekja furðu að Ríkisútvarpið, sem fjármagnað er af skattfé almennings, heimti samþykki fyrir notkun tölfræðikakna til að velja markaðsefni handa notendum. Þegar stofnunin sem á að þjóna almenningi byrjar að safna gögnum til markaðsnota, má spyrja: fyrir hvern er RÚV í raun að vinna?
RÚV á að vera óháð, traustsverð og gagnsæ stofnun sem setur hagsmuni almennings ofar öllu. Að nýta gögn um notendur til markaðsefnis er ekki aðeins óþarft heldur siðferðilega vafasamt. Slíkar aðgerðir tilheyra einkareknum fjölmiðlum sem lifa á auglýsingum – ekki opinberri þjónustu sem er þegar fjármögnuð af skattgreiðendum.
Almennir notendur eiga rétt á að njóta frétta, menningar og afþreyingar frá RÚV án þess að þurfa að fórna friðhelgi sinni fyrir “bætt notendaupplifun” eða markaðsgreiningu.
Ef RÚV vill viðhalda trausti almennings, ætti það að forgangsraða siðferði fram yfir tölfræði.